Út er komin bókin Loftleiðir Icelandic 1944 – 1973, eftir Sigurgeir Orra Sigurgeirsson.
Hann sendi okkur eftirfarandi grein.
Í bókinni er ævintýralegum ferli Loftleiða gerð skil, frá því þrír ungir menn stofunuðu fyrirtæki með litla fjögurra sæta flugvél og þar til félagið fór allt að fimm ferðir á dag á DC áttum milli Lúxemborgar og New York, með viðkomu á Íslandi. Bókin er gefin út í tilefni af 80 ára afmæli Loftleiða. Lúxemborg skipar stóran sess í Loftleiðasögu. Segja má að Loftleiðir hafi komið Lúxemborg á heimskortið. Í bókinni er sérstakur kafli um Lúxemborg og sömuleiðis um Cargolux og International Air Bahama. Bókin er á íslensku (blár texti) og ensku (rauður texti).
Höfundur bókarinnar, Sigurgeir Orri Sigurgeirsson og Haukur Alfreðsson formaður Sögufélags Loftleiða fóru til Lúxemborgar sl. sumar í þeim erindum að skoða ljósmyndir úr safni Lennarts Carlén sem ljósmyndaði fyrir Loftleiðir frá 1956 og þar til félagið sameinaðist Flugfélagi Íslands 1973. Ekkja Lennarts, Suzette Reding Carlén (borin og barnfædd í Lúxemborg), veitti okkur aðgang að ljósmyndasafni hans. Það var ómetanlegt. Lennart var fagmaður fram í fingurgóma. Ljósmyndir hans fönguðu með miklum glæsibrag Loftleiðaandann og tíðarandann á þessum tíma.
Hótelið sem við Haukur gistum á í Lúxemborg var með útsýni í áttina að Findel-flugvelli. Hver júmbóþotan á fætur annarri tók á loft meðan við sátum úti á svölum hótelsins og sötruðum kaffi. Haukur sagði við það tækifæri: „Það er gaman að sjá allar þessar risaþotur taka á loft og hugsa til þess að pabbi minn stofnaði þetta flugfélag.“
Félögum í Íslendingafélaginu býðst að kaupa bókina með afslætti, á sömu kjörum og félögum í Aðdáendaklúbbi Loftleiða á Íslandi. Eintakið kostar 68 evrur fyrir utan sendingarkostnað. Áhugasamir geta skráð sig á sérstakt pöntunarform sem verður sent til félagsmanna og auglýst hér á síðunni.
Hér er hægt að panta bókina: