Þessi bók var á metsölulista í júlí 2023. Sagan er sérstök og svolítið öðruvísi barnabók. Hún er sögð frá sjónarhorni barnsins sem fylgir Trölla litla í gegnum tilfinningarússíbana við skilnað foreldranna. Þessi saga gefur okkur tækifæri að tala um tilfinningar og breytingar við börnin og hún gefur von, því hún endar vel.
Rithöfundurinn Aldís Guðrún Gunnarsdóttir er fædd í Reykjavík 1967 og flutti til Lúxemborgar 6 ára gömul. Þar hefur hún meðal annars starfað sem grunnskólakennari í 20 ár. Bókin fæst í öllum bókabúðum Pennans Eymundsson á Íslandi. Hægt er að panta hana í Lúx í gegnum netfangið gunna@pt.lu. Bókin kostar 25 EUR og heimsending í Lúx er ókeypis. Bókin fæst bæði á íslensku og ensku. Nælið ykkur í eintak!