Félag Íslendinga í Lúxemborg vekur athygli á þáttum Stöðvar 2 sem heita Flugþjóðin í umsjá Kristjáns Más Unnarssonar. Hægt er að sjá klippur úr þáttunum hér. Nauðsynlegt er að vera með áskrift Stöðvar 2 til að sjá þættina í heild sinni. Hér er grein um þættina. Hér eru þeir Kristján Már og Egill Aðalsteinsson kvikmyndatökumaður…
Author: Félag Íslendinga í Lúxemborg
Bókin Loftleiðir
Út er komin bókin Loftleiðir Icelandic 1944 – 1973, eftir Sigurgeir Orra Sigurgeirsson. Hann sendi okkur eftirfarandi grein. Í bókinni er ævintýralegum ferli Loftleiða gerð skil, frá því þrír ungir menn stofunuðu fyrirtæki með litla fjögurra sæta flugvél og þar til félagið fór allt að fimm ferðir á dag á DC áttum milli Lúxemborgar og…
Alþingiskosningar 2024
Kosning utan kjörfundar vegna alþingiskosningar 30. nóvember 2024. Ræðismaðurinn okkar, frú Josiane Eippers, hefur beðið okkur að koma eftirfarandi upplýsingum : Kosning fer fram á eftirfarandi dögum: • Föstudagurinn, 15. nóvember frá kl. 12:00 til 15:00 og • Mánudagurinn, 25. nóvember frá kl. 9:00 til 10:30. Kosningarstaður : “Maison d’Accueil des Soeurs franciscaines” 50, avenue…
Haustguðsþjónusta
Haustguðsþjónustan í Lúxemborg verður haldin í Dönsku kirkjunni í Medingen þann 27. október næstkomandi kl 14.00. Farfuglarnir syngja og María Sól Ingólfsdóttir, söngnemi í Saarbrücken kemur ásamt undirleikara og syngur fyrir okkur. Hannes Árni Jónsson tekur skírn sem gerir Guðsþjónustuna enn hátíðlegri og skemmtilegri. Við hlökkum til að sjá ykkur í kirkjunni.