Kosning utan kjörfundar vegna alþingiskosningar 30. nóvember 2024. Ræðismaðurinn okkar, frú Josiane Eippers, hefur beðið okkur að koma eftirfarandi upplýsingum : Kosning fer fram á eftirfarandi dögum: • Föstudagurinn, 15. nóvember frá kl. 12:00 til 15:00 og • Mánudagurinn, 25. nóvember frá kl. 9:00 til 10:30. Kosningarstaður : “Maison d’Accueil des Soeurs franciscaines” 50, avenue…
Author: Félag Íslendinga í Lúxemborg
Haustguðsþjónusta
Haustguðsþjónustan í Lúxemborg verður haldin í Dönsku kirkjunni í Medingen þann 27. október næstkomandi kl 14.00. Farfuglarnir syngja og María Sól Ingólfsdóttir, söngnemi í Saarbrücken kemur ásamt undirleikara og syngur fyrir okkur. Hannes Árni Jónsson tekur skírn sem gerir Guðsþjónustuna enn hátíðlegri og skemmtilegri. Við hlökkum til að sjá ykkur í kirkjunni.
Sigrún Valbergsdóttir um Spuna
Í desember 1975 komu nokkrar konur saman í Itsig Í Lúxemborg og ræddu hugmyndina að vera með smá uppákomu á Þorrablóti Íslendingafélagsins. Til liðs við sig fengu þær Sigrúnu Valbergsdóttur sem var þá við nám í Köln í leikhúsfræðum. Þetta framtak tókst mjög vel og var starfsemin mjög blómleg og skemmtileg til margra ára. Sigrún…
Agnar Breiðfjörð Sigurvinsson
Agnar Breiðfjörð Sigurvinsson flugvirki og fjölskylda voru með fyrstu íslensku landnemunum í Lúxemborg þegar þau fluttust hingað árið 1966. Fyrir voru tvær fjölskyldur; þau Einar Ólafsson og Ingibjörg Jónsdóttir og Eiríkur Svavar Eiríksson og Katrín Káradóttir. Eiginkona Agnars er Helga Jónína Walsh. Þau hafa búið hér allar götur síðan og láta vel af. Frumburðurinn, Helga…