Helgina 23.- 24. mars fór fram evrópsk tónlistarkeppni nemenda í einka- og opinberum tónlistarskólum (Trophée Européen de la Musique) í Arlon. Róbert Gylfi Stefánsson, 13 ára, gerði sér lítið fyrir og vann sinn flokk í píanóleik. Hann lék hið fallega lag Braga Valdimars Skúlasonar „Líttu sérhvert sólarlag.“ Róbert Gylfi er búinn að búa í Lúxemborg ásamt fjölskyldu sinni frá árinu 2020. Við óskum honum innilega til hamingju með þennan glæsta áfanga.