Sara Björk er 16 ára og hefur búið í Lúxemborg allt sitt líf. Hún á þrjú systkini og býr í Strassen. Hún var í lúxemborgíska skólanum Athenée en skipti yfir í International school Michel Lucius fyrir tveimur árum. Hún kemur reglulega á landsbókasafnið í Kirchberg til að læra.
Hvað ert þú búin að búa lengi í Lúxemborg?
16 ár, næstum því 17. Allt lífið mitt. Ég fæddist í húsinu mínu. Mamma og pabbi fluttu í húsið og svo næsta dag fæddist ég. Það var ekkert ready eða neitt. Svolítið fyndið.
Hvers vegna fluttu foreldrar þínir til Lúxemborgar?
Fyrir vinnuna. Pabbi er í finance, svona stocks. Og mamma er að selja lóðir í Þýskalandi.
Í hvaða skóla ertu?
Ég var í Lúxemborgískum skóla. Fyrir tveimur árum breytti ég í enskt kerfi. Það var allt á frönsku og franskan mín var ekki best og ég vissi að ég myndi frekar vilja fara í háskóla þar sem ég myndi læra allt á ensku frekar en allt á frönsku þannig að ég fór í enskt system. En ég kann enn þá lúxemborgísku, þýsku og frönsku.
Hvernig finnst þér skólakerfið hérna vera?
Sko, það er svona já og nei. Ég hef lært rosa mikið en mér finnst þau rosa ströng. Eins og ég er að heyra frá vinkonu minni sem var að flytja til Íslands fyrir tveimur árum að þar er miklu meira chill og kennarinn miklu meira næs. Hérna eru þeir svolítið strangir finnst mér. Það er það eina.
Hvernig er að þurfa að læra svona mörg tungumál í einu?
Þýska og lúxemborgíska er mjög létt en franskan er erfiðari. En já, fyrir suma er franska léttari og fyrir suma er þýska léttari.
Hvaða tungmál notaru mest?
Alltaf lúxemborgísku. Og með íslensku vinkonum mínum bara íslensku.
Eru allir sem skilja lúxemborgísku þegar þú notar einhverja þjónustu?
Nei það er eiginlega alltaf bara franska, sem mér finnst rosa leiðinlegt. Það er það eina við Lúxemborg, mér finnst að það ætti að skipta aðeins meira í lúxemborgísku frekar en frönsku.
Hvað er það besta við að búa í Lúxemborg?
Mmm. Ég myndi segja svona kannski útilífið og líka svona public transport. Það er rosa næs að geta bara hoppað í strætó og tram og ekkert mál.
Útilífið?
Svona rosa mikið í gangi alltaf í bænum. Eins og á íslandi mér finnst aldrei neitt í gangi einhvern veginn. Ég veit ekki, kannski er það bara ég því ég þekki engan. En ég fer í bæinn og það bara er eiginlega ekkert. Í Lúxemborg þá er alltaf eitthvað.
Hvað finnst þér best við Ísland?
Fjölskyldan. Og líka náttúran. Og að labba. Mig langar að gera það oftar.
Hvað er uppáhaldsveitingastaðurinn þinn?
Mamacita
Þekkiru marga Lúxemborgara?
Já
Hvernig myndiru lýsa Lúxemborgurum, ef það er hægt?
Þau eru öll rosa rík, alltaf. Ég veit ekki af hverju. Þau eiga alltaf eitthvað þrjú hús og… oftast eldri foreldra. Það er mjög skrýtið að segja það en mér finnst eins og að Lúxemborgarar eignist börn rosalega seint. Sem mér finnst að Íslendingar geri ekki.
Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér?
Ú.. Ég veit ekki hvað ég vil gera en ég veit að ég vil fara í háskóla, kannski í Danmörku eða Berlín. Annars veit ég ekki mikið. Ég gæti alveg ímyndað mér að búa hérna alltaf en ég væri líka tilbúin að flytja til Danmerkur eða Berlín eða eitthvað.
Af hverju Danmerkur?
Mér finnst það svo mix af Íslandi og Lúxemborg. Það er eitthvað svo safe og ég var þar núna um sumar. Mér fannst það ótrúlega næs. Og afi býr þar og systir hans pabba. Þannig ég er með eitthvað fólk sem ég þekki.