Bókin Landnám Íslendinga var gefin út 1994 svo það er komin þörf á að uppfæra sögu Íslendinga í Lúxemborg.
Einar Gunn og Ingvi Gutt í samvinnu við stjórn Félags Íslendinga í Lúxemborg eru að safna heimildum um sögu samfélags okkar. Þetta getur verið t.d. myndir, textar, bæklingar, Brúin, dagskrá þorrablóts, mannamót, videó og eflaust miklu meira. Allt eru þetta gullmolar í okkar huga. Ætlunin er að þetta verði svo aðgengilegt okkur öllum í framtíðinni. Ef þú átt sögur, hvort sem er persónulegar eða sögu samfélagsins þá má senda okkur pistil. Ef þú vilt gefa gamlar myndir eða önnur gögn þá vinsamlegast afhentu myndirnar sorteraðar og merktar.
Við biðjum ykkur að skila þessu í lokuðum plastkössum ef hægt er því það auðveldar okkur geymslu og varðveislu. Einar og Ingvi bjóðast til þess að sækja kassana. Vinsamlega hafa samband við Einar Gunnarsson sími 621 236 119, email einargunn65@gmail.com eða
Ingvi Kristján Guttormsson sími 350206, email ikg@pt.lu.