Íslenska kirkjan í Lúxemborg er opin öllum. Íslendingum búsettum erlendis, þeim sem eru í heimsókn sem og öllum þeim sem finna sig í kirkjunni. Kirkjan tekur vel á móti ungum sem öldnum hvaðan sem er. Tungumálið sem talað er í kirkjunni er hið ástkæra ylhýra, íslenska, en það er að sjálfsögðu tekið á móti fólki sem talar ekki íslensku. Þetta er samfélag sem fagnar fjölbreytileikanum.
Guðsþjónustur eru haldnar reglulega eða um það bil fjórum sinnum á ári. Messurnar eru að meðaltali að hausti, í desember, að vori og snemmsumars. Söfnuðurinn gleðst yfir skírn og fermingu þegar slíkar athafnir fara fram og býður fermingarbörn sérstaklega velkomin.
Sjálfboðaliðar hafa um árabil rekið söfnuðinn af alúð og haldið starfinu gangandi, hvort sem prestur var starfandi eða ekki, og þar er flott starf unnið. Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að gerast meðlimur í söfnuðinum.
Séra Sjöfn Mueller Þór er prestur safnaðarsins.
Hér er hægt að skoða vefsíðu kirkjunnar.
icelandicchurch@gmail.com
+491709643033