Kór Íslendinga í Lúxemborg
Íslenskur kór hefur verið starfræktur í Lúxemborg undanfarin 19 ár. Kórinn hefur sungið við allar íslenskar guðsþjónustur í Lúxemborg, þar á meðal skírnar- og fermingarmessur. Auk þess hefur kórinn sungið við minningarathafnir, í einkasamkvæmum, við kaþólska skírnarmessu, haldið jólatónleika, komið fram á þorrablótum, 17. júní hátíðarhöldum, í samkvæmi haldið til heiðurs nýs „Consul General“ í Lúxemborg og tekið þátt í kóramóti íslenskra kóra á meginlandinu. Fyrir utan kirkjutónlist hefur kórinn æft ýmis lög, að mestu íslensk að uppruna.
Kórstjórinn er Tina Zeiß-Zippel frá Þýskalandi. Hún hefur búið í Lúxemborg síðan 2003 og vinnur sem kórstjóri mótmælendakirkjunnar í Lúxemborg. Hún tók glöð við stjórn Farfuglanna enda með mikinn áhuga á norrænni tónlist og menningu. Hún vinnur einnig við það að rannsaka tónlist Lúxemborgar við háskólann í Lúxemborg.
Kórinn tekur nýjum meðlimum fagnandi, konum og körlum. Undanfarin ár hefur starfið að mestu verið fjármagnað með happdrætti á þorrablótum og kirkjunefndin veitir styrk þegar kórinn syngur við messur. Það eru ekki reglulegar æfingar heldur æft fyrir vissa viðburði. Ef þú hefur áhuga ekki hika við að hafa samband við Írisi í síma +352 691780510 eða með tölvupósti iristhorkels@gmail.com.