Bazar international er rótgróinn viðburður þar sem þjóðir koma saman og selja vörur frá sínu landi. Frábær staður til að kynna sér matarmenningu í hinum og þessum löndum. Hagnaðurinn fer til góðgerðamála. Árið 2023 rennur ágóðinn af Íslandsbásnum til Konukots.
Hér er hægt að skoða heimasíðu íslenska standsins
Sjálfboðaliðum er tekið fagnandi. Það eru ýmis verk í boði og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það þarf að keyra dót, baka og smyrja brauð, setja upp básinn, raða vörum og að selja og hjálpa á viðburðinum. Ef þú vilt gerast sjálfboðaliði vinsamlegast hafðu samband við Pál Eyjólfsson með netfanginu: icelandstandlux@gmail.com.